top of page
Leigusamningur

Leigu fyrir áætlaðan leigutíma skal ávalt greiða fyrirfram. Leigutaki fær ekki aðgang að svæðinu skuldi hann/hún leigu. Reiknað er með að leigutaki greiði að minnsta kosti 3 mánuði fyrirfram. Leigugjöld fylgja vísitölu byggingarkostnaðar og eru  leiðrétt eftir því sem þurfa þykir. Opnunartími svæðisins er frá mánud. - fimmtud. kl. 08-18:00, föstudaga kl. 08-17:00 og laugardaga kl. 10-15:00. Þurfi leigutaki á þjónustu að halda utan þess tíma kostar það 4.000.- kr. aukalega og er nauðsynlegt að hringja í síma 565 4599 með fyrirvara. Til að fá aðgang að svæðinu þarf hver og einn að gera grein fyrir sér í afgreiðslu og rita nafn sitt ásamt skýringu á ferðum sínum á þar til gert blað sem liggur frammi. Óheimilt er að hreyfa við hlutum sem aðrir eiga á svæðinu. Brot á þessari reglu getur valdið tafarlausum brottrekstri af svæðinu. Hlutir fást ekki afhentir nema gegn framvísun leigusamnings og/eða skriflegri beiðni frá leigutaka. Afhending og mótttaka hluta skal ávallt vera í samráði við starfsfólk Geymslusvæðisins ehf. Leigutaka er skylt að ganga frá geymsluhlutum með tilliti til fokhættu og þjófnaðar (hér er sérstaklega átt við lausa smáhluti og að bílar og tæki séu læst).  Hlutir á svæði Geymslusvæðisins ehf eru alfarið á ábyrgð eigenda. Hafi hlutir ekki verið sóttir innan 2ja mánaða eftir að umsömdum leigutíma lýkur eða greiðslufall orðið, áskilur leigusali sér allan rétt til að selja/henda viðkomandi hluti fyrir áföllnum kostnaði. Leigutaki og/eða fulltrúi hans skal kynna sér ofangreindar umgengnireglur Geymslusvæðisins ehf og heitir að framfylgja þeim.

bottom of page